NÁMSKEIÐ | VEFVERSLUN

ÞÍN HUGMYND AÐ VERULEIKA MEÐ IDÉ

Námskeið sem hjálpar einstaklingum og fyrirtækjum að öðlast þekkingu í að hanna, setja upp og stjórna vefverslun, ásamt markaðssetningu á netinu!

EINSTAKT TÆKIFÆRI:

Idé býður upp á einstakt tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem hafa verið að hugsa um að opna netverslun en skort þekkingu. Óhefðbundið námskeið sem býður upp á mun meira en almenna kennslu í uppsetningu á netverslun. Idé fer með þér í gegnum ferlið frá A-Ö, hjálpar þér að hanna efni, borða, auglýsingar og annað myndefni svo viðkomandi að námskeiði loknu eignist vandaða vefverslun og geti hafið resktur.

INNIFALIÐ:

5 kennslustundir, 3 klst. í senn og tími ákveðinn sem hentar hverjum og einum.

1. Undirstöðuatriði
Farið er yfir grunndvallaratriði Wordpress, Avada, Shopify, Mailchimp, Facebook Business, Google Analytics og aðra lykilþætti sem tengjast vefsíðugerð. Nafn valið á vefsíðu, lén tryggt og tengt við hýsingu, gagnagrunnar undirbúnir, uppsetning á netföngum og vefsíðugrunnur frágengin á vinnusvæði fyrir næstu kennslustund.

2. Uppsetning á sölukerfi og vefsíðu
Allar stillingar yfirfarnar eftir að sölukerfi er valið svo allt virki rétt. Tengingar myndaðar við greiðslugáttir, sendingarmöguleika og aðra þætti svo að kerfið sé tilbúið undir vöruuppsetningu í næstu kennslustund.

3. Vöruþróun og hönnun
Uppsetning á vörum og/eða þjónustu í netverslun svo allt líti vel út er viðfangsefni þriðju kennslustundar og farið verður í gegnum allt ferlið. Viðkomandi lærir að setja inn nýjar vörur, vöruflokka, breyta lýsingu, verðum, myndum og öllu sem viðkemur þessum hluta netverslunar sem mest er notaður þegar resktur hefst.

4. Póstlistakerfi og lokafrágangur
Farið verður yfir aðra hluta vefsíðu, undirsíður, tengiliðaupplýsingar og annar lokafrágangur. Uppsetning á póstlistakerfi í Mailchimp. Farið yfir uppsetningu á sjálfvirkri svörun og markpóstum.

5. Markaðsleiðir og opnun verslunar
Farið yfir helstu auglýsingakerfi á samfélagsmiðlum svo að viðkomandi læri að koma sinni vefverslun á framfæri. Auglýsingar hannaðar og settar inn á helstu miðla Facebook, Instagram og fl. á netinu og vefverslun formlega opnuð fyrir viðskipti.

Vönduð kennslubók sem inniheldur alla þætti námskeiðis er afhent í upphafi sem gerir viðkomandi kleift að fylgjast vel með meðan á námskeiðinu stendur. Kennslubókin nýtist vel til upprifjunar þegar verið er að vinna með vefverslun eftir að námskeiði lýkur. Mjög gott gagn fyrir fyrirtæki þar sem starfsmannavelta á sér stað og nýjir einstaklingar kom inn og taka við vefverslun.

FYRIRKOMULAG

Námskeiðið er kennt á Suðurlandsbraut 30, 105 Reykjavík og miðast við tvær kennslustundir í viku. Hafið samband ef óskað er eftir að kennsla fari fram í aðstöðu fyrirtækis sem keypt hefur námskeið fyrir starfsfólk.

Aðeins þrír eru í hverjum hóp og kennslan því mjög einstaklingsmiðuð.

Verðið fyrir námskeiðið er 250.000 kr m/vsk. og auðvelt að skipta greiðslum.
Innifalið er fullkláruð vefverslun með hönnun sjá sundurliðun:

Þú færð í raun námskeiðið frítt en greiðir fyrir þína eigin vefverslun og hönnun!

Sæti í boði á þetta námskeið 6/6
SETJA Í KÖRFU

Námskeið er frá 12.-30.apríl 2021

Verðið fyrir námskeiðið er aðeins 250.000 kr m/vsk. og auðvelt að skipta greiðslum.
Innifalið er fullkláruð vefverslun með hönnun sjá sundurliðun:

Þú færð í raun námskeiðið frítt en greiðir fyrir þína eigin vefverslun og hönnun!

Sæti í boði á þetta námskeið 6/6
SETJA Í KÖRFU

Námskeið er frá 12.-30.apríl 2021

Mörg stéttarfélög veita námsstyrki fyrir allt að 90% af heildaruppæð, en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir í boði fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Kannaðu hvort þú eigir rétt á styrk hjá þínu stéttarfélagi.

*Idé auglýsingastofa ehf. er rótgróinn stofa og hefur starfað á íslenskum markaði í fjölda ára. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að fá tilboð í sérsniðin námskeið eða framleiðslu á markaðsefni fyrir þitt fyrirtæki.