NÁMSKEIÐ

ÞÍN HUGMYND AÐ VERULEIKA MEÐ IDÉ

Idé býður upp á einstakt tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki að læra vefsíðugerð og stjórna vefverslun, ásamt því að öðlast grundvallarþekkingu í markaðssetningu á netinu. Óhefðbundin námskeið sem bjóða upp á mun meira en almenna kennslu í uppsetningu á vefsíðu. Idé fer með þér í gegnum ferlið frá A-Ö, hjálpar þér að hanna efni, borða, texta og annað myndefni, svo þú að námskeiði loknu eignist vandaða vefsíðu og kunnáttu til að auglýsa með hagkvæmum hætti.

Sæti í boði á þetta námskeið 6/6
VEFSÍÐUGERÐ

Námskeið er frá 5.-30.apríl 2021

Sæti í boði á þetta námskeið 6/6
VEFVERSLUN

Námskeið er frá 12.-30.apríl 2021

SIGURÐUR JÚLÍUSSON

Stofnandi og eigandi Idé auglýsingastofu mun kenna námskeiðin. Reynsla hans í vefsíðugerð, hönnun og markaðssetningu nær yfir áratug og er mikill fjöldi af verkefnum fyrir fasteignamarkaðinn, sveitarfélög og fyrirtæki af ýmsum stærðum og gerðum að baki. Sigurður er ötull við að auka þekkingu sína með því að afla sér réttinda á helstu kerfi sem auka vöxt, ímynd og hagnað fyrirtækja.

*Vönduð kennslubók fylgir öllum námskeiðum

FYRIRKOMULAG

Námskeiðin eru haldin á Suðurlandsbraut 30, 105 Reykjavík og Austurvegi 6, 800 Selfossi. Námskeiðin miðast við tvær kennslustundir í viku nema bóklega námskeiðið sem kennt verður einu sinni í viku á miðvikudögum frá 18:00-21:00. Hafið samband ef óskað er eftir að kennsla fari fram í aðstöðu fyrirtækis sem keypt hefur námskeið fyrir starfsfólk.

Aðeins þrír eru í hverjum hóp og kennslan því mjög einstaklingsmiðuð að undanskildu bóklega námskeiðinu.

*Vönduð kennslubók fylgir öllum námskeiðum

EINFALT AÐ GREIÐA OG SKIPTA GREIÐSLUM

Fjárfestu í þekkingu sem skilar sér margfalt til baka og náðu góðum tökum á rekstri þinna vefmála. Lágmarkaðu aðkeypta þjónustu og sparaðu til langtíma.

Mörg stéttarfélög veita námsstyrki fyrir allt að 90% af heildaruppæð, en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir í boði fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Kannaðu hvort þú eigir rétt á styrk hjá þínu stéttarfélagi.

ERTU MEÐ SPURNINGU?

Fylltu út formið og við munum svara þér við fyrsta tækifæri.

    *Idé auglýsingastofa ehf. er rótgróinn stofa og hefur starfað á íslenskum markaði í fjölda ára. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að fá tilboð í sérsniðin námskeið eða framleiðslu á markaðsefni fyrir þitt fyrirtæki.