SKILMÁLAR

Kæri notandi, eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda, og notkun á vefverslun Idé auglýsingastofu. Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar.

Idé er auglýsingastofa sem hefur starfað á íslenskum auglýsingamarkaði í rúm 10 ár. Sigurður Júlíusson er stofnandi og eigandi stofunnar.

Verð:
Verð á námskeiðum sem birtist í vefverslun okkar innifelur 24% virðisaukaskatt. Verð er birt með fyrirvara um myndbrengl og eða prentvillur og áskilur Idé auglýsingastofa sér að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp.

Afhendingartími:
Afhendingartími er að jafnaði auglýst dagsetning námskeiðis, ef að einhverjum ástæðum ekki er hægt að halda námskeið er það að fullu endurgreitt.

Skilafrestur og endurgreiðsla:
Viðskiptavinur getur hætt við námskeið allt að 48 klst. áður en námskeið hefst og er þá námskeið að fullu endurgreitt. Eftir þann tíma er ekki hægt að fá endurgreitt.

Ábyrgð:
Við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu í gegnum vefverslun Idé auglýsingastofu. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd, Pei og Netgíró. Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfesting og kvittun fyrir kaupum sé framvísað. Seljandi ber ábyrgð á að námskeið sé haldið á auglýstum dagsetningum.

Greiðslumöguleikar:
Mögulegt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum.
Einnig er hægt að greiða með millifærslu en óskað er eftir því að staðfesting á greiðslu verði send á netfangið: ide@ide.is áður en pöntun er afgreidd.

Bankareikningur:
536-26-4488 og kt. 541099-2049

……..
Fyrirtækjaupplýsingar:
Idé auglýsingastofa ehf.
Kt. 541099-2049
Austurvegur 6
800 Árborg
Sími: 537 0200
Netfang: ide@ide.is
Vsk no: 64058