MANNAUÐUR

Idé er fersk og öflug auglýsingastofa sem hugar að öllum þörfum nútímaviðskiptavina. Í upphafi verkefna greinum við þarfir hvers viðskiptavinar, kortleggjum vaxtartækifæri hans og sérsníðum ímyndar- og sölulausnir þar sem hugað er að öllum smáatriðum.

Að lokinni þarfagreiningu förum við í gegnum hugmyndavinnu og stefnumörkun með viðskiptavininum, smíðum fyrir hann vefsíður, umsjónarkerfi og sölukerfi með glæsilegum grafískum lausnum og gulltryggjum að allar hliðar hvers kerfis virki sem skyldi. Við sjáum um að allar auglýsingar, kynningar- og markaðsefni sé fyrsta flokks og vinni saman í að lyfta vörumerki viðskiptavinarins á hærra stig í auknum sýnileika og hagnaði.

Sigurður Júlíusson

Framkvæmdastjóri

Davíð Már Sigurðsson

Sölu- og markaðsstjóri

Berta Árnadóttir

Verkefnastjóri

Roger Wasinger

Grafískur hönnuður

Salena Kauffman

Grafískur hönnuður

Al Galib

Kerfisstjóri

Linkon Miyan

Forritari

Tom Bui

Forritari

SÉRHÆFING

Við skilum öflugri markaðsgreiningu og höfum einstakt auga fyrir vaxtartækifærum. Við sérhæfum okkur í tví- og þrívíddarvinnslu, teikningum og skipulagi fasteigna. Markmiðið er ávallt að koma viðkomandi fyrirtæki, vörumerki eða þjónustu í fremstu röð. Sérhæfð teymi okkar annast alla þætti hönnunar og framleiðslu.

Vantar þig alhliða og vandaða lausn fyrir þitt fyrirtæki? Við veitum allar upplýsingar hratt og örugglega.

Hafa samband