Námskeið | Vefverslun

250.000 kr.

Markmið:

Að viðkomandi öðlist alla þá þekkingu sem þarf til að reka sína eigin vefverslun og geti hafið resktur að námskeiði loknu.

• Grundvallarþekking á kerfum í notkun og færni góð í að stjórna vefverslun.
• Viðkomandi á auðvelt með að færa inn, taka út vörur, breyta verðum o.þ.h
• Þekking á stjórnun markpóstakerfa og auglýsingakerfa samfélagsmiðla.
• Grundvallarþekking á öðrum stillingum s.s. lén, hýsing, netpóstur og fl.

Out of stock


Category


Share
Description

5 kennslustundir. 3 klst. í senn og tími ákveðinn sem hentar hverjum og einum.

Námskeiðið er kennt í þriggja manna hópum á Suðurlandsbraut 30, 105 Reykjavík og Austurvegi 6, 800 Selfossi. Hafið samband ef óskað er eftir að kennsla fari fram í aðstöðu fyrirtækis sem keypt hefur námskeið fyrir starfsfólk.

Vönduð kennslubók sem inniheldur alla þætti námskeiðis er afhent í upphafi sem gerir viðkomandi kleift að fylgjast vel með meðan á námskeiðinu stendur. Kennslubókin nýtist vel til upprifjunar þegar verið er að vinna með vefverslun eftir að námskeiði lýkur. Mjög gott gagn fyrir fyrirtæki þar sem starfsmannavelta á sér stað og nýjir einstaklingar kom inn og taka við vefverslun.