Síðan ÞG Verk hóf samstarf við idé hefur vefsíða fyrirtækisins tekið stakkaskiptum. Í dag er hún mjög nútímaleg og notendavæn, hún geymir gríðarlegt magn upplýsinga og yfirbragð hennar er sæmandi stórfyrirtæki í byggingariðnaði.

Samræma þurfti tvær helstu tekjulindir fyrirtækisins undir sömu síðu og það hefur tekist afskaplega vel. Í framhaldinu hefur allt markaðsefni fyrirtækisins verið uppfært og samræmt – hvort sem það er markaðsefni í umhverfismálum eða kynningar á samfélagsmiðlum.

Í okkar rekstri er afar brýnt að nota einfaldar boðleiðir og halda kostnaði niðri. Í samstarfinu gerir idé hlutina á skilvirkan og hraðvirkan máta og öll samskipti fara í gegnum einn tengilið, en það er einn helsti kostur idé.

Heildarásýnd markaðsmála hjá okkur hefur tekið stakkaskiptum og ein helsta ástæða þess að við kjósum að sinna sölumálum fasteigna sjálf er sá trausti grunnur sem orðið hefur til í samstarfi við idé.

Markmið ÞG Verk er skýrt og það er að vera leiðandi afl í íslenskum byggingariðnaði. Við erum á góðri leið með þetta markmið og þar spilar samstarf okkar við idé lykilhlutverk.

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk ehf.

Fagfólkið hjá idé hefur séð um alla hönnun Leanbody.is frá upphafi og getum við ekki hugsað okkur að leita neitt annað.

Öll hönnun á auglýsingum, skiltum, vefborðum og útliti fer í gegnum idé. Þar fáum við ekki aðeins faglega og flotta útkomu á öllu sem við biðjum um heldur líka framúrskarandi þjónustu. Idé hefur umsjón með netversluninni okkar; þar er starfsfólkið alltaf til staðar fyrir okkur og gengið er fljótt og örugglega í öll verk.

Leanbody ehf. opnaði formlega þann 1. desember 2015 og hefur fyrirtækið vaxið vonum framar. Við teljum að lykillinn að góðum viðskiptum í gegnum netið sé að hafa útlit og hönnun á vefsíðu fyrirtækisins til fyrirmyndar. Þess vegna völdum við idé – fyrirtæki sem við mælum svo sannarlega með!

Agnes Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Leanbody ehf.

Undanfarin mörg ár höfum við notið góðs af þjónustu og fagmennsku Sigurðar og annarra starfsmanna hjá idé. GA Praxis hefur treyst idé fyrir mörgum ólíkum verkefnum og útkoman hefur ávallt farið fram úr væntingum. Við getum því hiklaust gefið idé toppeinkunn fyrir liðleika, framkvæmdagleði, fagmennsku og víðtæka þekkingu á öllu sem tengist hönnun og markaðsstarfi.

Gunnar Andri Þórisson, framkvæmdastjóri GA Praxis ehf.

Auglýsingastofan idé hannar og sér um vefsíðuna okkar og hefur auk þess unnið ýmsar auglýsingar, vefborða, skilti og fleira fyrir okkur. Frábær þjónustulund, einfaldleiki og skjót og skilvirk vinnubrögð eru einkennandi fyrir idé og við mælum hiklaust með þeim.

Ólöf og Omry, eigendur Krydd- og tehússins