Idé sker sig úr

Idé er fersk og öflug auglýsingastofa sem hugar að öllum þörfum nútímaviðskiptavina. Í upphafi verkefna djúpgreinum við þarfir hvers viðskiptavinar, kortleggjum vaxtartækifæri hans og sérsníðum ímyndar- og sölulausnir þar sem hugað er að öllum smáatriðum.

Að lokinni þarfagreiningu förum við í gegnum hugmyndavinnu og stefnumörkun með viðskiptavininum, smíðum fyrir hann vefsíður, umsjónarkerfi og sölukerfi með glæsilegum grafískum lausnum og gulltryggjum að allar hliðar hvers kerfis virki sem skyldi. Við sjáum um að allar auglýsingar, kynningar- og markaðsefni sé fyrsta flokks og vinni saman í að lyfta vörumerki viðskiptavinarins á hærra stig í auknum sýnileika og hagnaði.

Tölvugrafík og þrívíddarvinnsla er ein af okkar sérgreinum og höfum við framleitt mikið af vönduðu efni fyrir fasteignamarkaðinn og þar með talið hið metnaðarfulla verkefni, Hafnartorg Reykjavík.

Sérkenni idé eru einkum þessi:

• Við skilum öflugri markaðsgreiningu og höfum einstakt auga fyrir vaxtartækifærum
• Við sérhæfum okkur í tví- og þrívíddarvinnslu, teikningum og skipulagi fasteigna.
• Markmiðið er ávallt að koma viðkomandi fyrirtæki, vörumerki eða þjónustu í fremstu röð
• Sérhæfð teymi okkar annast alla þætti hönnunar og framleiðslu

Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins, Sigurður Júlíusson, er margreyndur hönnunar- og gæðastjóri, en idé á rætur sínar að rekja til ársins 2013 þegar samningar náðust um að þjónusta nokkur fyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Helsta verkefni idé hefur verið að gjörbreyta ímynd ÞG Verk ehf., en idé tók við allri stefnumörkun, framleiðslu og hönnun fyrir fyrirtækið árið 2015. Markmiðið var að ÞG Verk yrði fyrsti valkostur þegar kemur að fjárfestingu á fasteignum eða útboðsverkefnum og að öflugt traust myndi skapast gagnvart ÞG Verk sem framúrskarandi byggingaraðila. Þessi markmið eru vel á veg komin og hefur fyrirtækið til að mynda hlotið nafnbótina „Framúrskandi fyrirtæki“ hjá Creditinfo, auk annarra verðlauna.

Á meðal viðskiptavina idé má nefna:

 • Art Hostel ehf. – umsjón eigna á www.booking.com og www.airbnb.com
 • Fasteignafélagið Ásbrú ehf. – grunn- og þrívíddarteikningar
 • GA Praxis ehf. – www.leikhus.is, www.2fyrir1.is, www.happyhour.is, www.offer.is
 • GTS ehf. – www.gtyrfingsson.is, www.gttravel.is
 • Hlíðarendi fasteignafélag ehf. – www,hlidarendi.is
 • Höfðaborg fasteignasala ehf. – www.hofdaborg.is
 • Joham ehf. – www.kryddogtehusid.is
 • Leanbody ehf. – www.leanbody.is
 • Remax fasteignasala. – www.remax.is
 • Reykjastræti fasteignafélag – www.reykjarstraeti.is
 • ÞG Verk ehf. – www.tgverk.is
 • Þingvangur ehf. – www.thingvangur.is

Vantar þig alhliða og vandaða lausn fyrir þitt fyrirtæki? Við veitum allar upplýsingar hratt og örugglega. Hafa samband

Starfsfólk

Sigurður Júlíusson • Framkvæmdastjóri

Davíð Már Sigurðsson • Sölu- og markaðsstjóri

Berta Árnadóttir  • Verkefnastjóri

Haukur Hauksson • Kvikmyndagerðarmaður

Jón Gunnar Hauksson • Vefstjóri

Davíð Stefánsson • Textasmiður